Fara í efni
Fréttir

Bærinn semur áfram við Fjölsmiðjuna

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Akurey…
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Akureyri, „olnboga“ samninginn. Ljósmynd: Ragnar Hólm.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, undirrituðu í gær nýjan samstarfssamning um þjónustu Fjölsmiðjunnar á Akureyri fyrir þetta ár.

Markmið samningsins er að efla hlutverk Fjölsmiðjunnar sem starfsþjálfunarstaðar fyrir 16 til 24 ára. Ennfremur að auka tengsl og samvinnu Fjölsmiðjunnar og starfsfólks sveitarfélagsins sem vinnur með ungu fólki.

„Samningurinn treystir rekstrargrundvöllinn. Akureyrarbær hefur alltaf staðið þétt við bakið á Fjölsmiðjunni,“ sagði Erlingur Kristjánsson við Akureyri.net eftir að skrifa var undir í gær.

Fjölsmiðjan veitir ungu atvinnulausu fólki vinnu með það að markmiði að hver og einn njóti sín og verði færari í að takast á við kröfur umhverfisins, ýmist á vinnumarkaði eða í námi. Þegar metið er að ungmennin séu tilbúin, eru þau studd í vinnu eða skóla. Í Fjölsmiðjunni er rekið mötuneyti, bílaþvottastöð, verslun með notuð húsgögn og fleira, og móttaka á tölvum og öðrum raftækjum til endurvinnslu.

Eftir undirritun samningsins í gær. Ásthildur bæjarstjóri og Erlingur forstöðumaður ásamt fulltrúum þeirra sem standa að Fjölsmiðjunni: Karen Malmquist formaður stjórnar, Harpa Jörundardóttir, Ellen Sæmundsdóttir og Anna Sigríður Jónsdóttir.