Fara í efni
Fréttir

Sláttur hafinn á tveimur bæjum

Bald­ur Helgi Benja­míns­son, bóndi á Ytri-Tjörn­um, við slátt í gær. Myndina tók faðir hans, Benjamín Baldursson.
Slátt­ur er haf­inn á tveimur bæjum í Eyjaf­irðarsveit, Ytri-Tjörnum og Espihóli.
 
Tíð hefur verið bændum hagstæð í vor. Bald­ur Helgi Benja­míns­son, bóndi á Ytri-Tjörn­um, seg­ir við Morgunblaðið í dag að vel líti út með grassprettu. Á hann von á því að tún verði það vel sprott­in að slátt­ur geti haf­ist af full­um krafti í byrj­un næstu viku.
 

Bænd­urn­ir á Ytri-Tjörn­um, Bald­ur Helgi og áður Benja­mín Bald­urs­son, faðir hans, hafa oft verið með fyrstu bænd­um til að hefja slátt, segir í blaðinu. Met þeirra er 30. maí 2003. „Und­an­far­in ár hafa þeir verið að hefja slátt um þetta leyti. Bald­ur sló fyrsta túnið í gær og er það með fyrra fall­inu.“ Í blaðinu segir að túnið sé nokkr­ir hekt­ar­ar að stærð. Það sé gam­alt háliðagrastún sem verði að slá snemma því orku­gildið falli hratt ef grasið fer að spretta úr sér.