Fara í efni
Fréttir

Bæjarstjórn hefur fundað í 3.500 skipti

Bæjarstjórn hefur fundað í 3.500 skipti

Bæjarstjórn Akureyrar hélt fund í menningarhúsinu Hofi á þriðjudaginn, 19. október. Óhætt er að segja að þá hafi merkilegum tímamótum verið náð; þetta var fundur númer 3.500 í bæjarstjórn síðan hún var fyrsti kosin 31. mars árið 1863. Fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn fjórum dögum síðar, 4. apríl.

Fyrstu bæjarstjórn Akureyrar skipuðu: Ari Sæmundsen umboðsmaður, forseti bæjarstjórnar, Edvald Eilert Möller faktor, Jón Finsen læknir, Jón Chr. Stephánsson timburmeistari og Jóhannes Halldórsson barnakennari.

Á myndinni eru þeir sem sátu fundinn á þriðjudaginn. Aftari röð frá vinstri: Þórhallur Jónsson, Hlynur Jóhannsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, Gunnar Gíslason og Heimir Haraldsson. Fremri röð frá vinstri: Andri Teitsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, Hilda Jana Gísladóttir og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir.

Myndin birtist í dag á Facebook síðu Akureyrarbæjar.