Fara í efni
Fréttir

Arnar Freyr gengur til liðs við Stjörnuna

Arnar Freyr Ársælsson leikur með Stjörnunni næsta vetur eftir einn vetur í herbúðum KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hornamaðurinn Arnar Freyr Ársælsson, sem lék með handboltaliði KA í vetur, er genginn til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjörnunnar.

Arnar leikur í vinstra horninu, þar sem Dagur Gautason var í aðahlutverki hjá Stjörnunni, en Dagur er á leið heim til KA á ný eftir tvö ár í Garðabænum. Því má segja að Dagur komi í stað Arnars og öfugt.

Arnar kom til KA í fyrrasumar og lék vel í vetur. Hann hafði áður spilað með FH og Fram. Þar með eru báðir aðal hornamenn KA horfnir á braut því Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið til svissneska liðsins Kadetten.