Fréttir
Árleg friðarganga verður á morgun
22.12.2025 kl. 15:00
Göngufólk á Ráðhústorgi á Þorláksmessu 2023. Mynd: Þorgeir Baldursson
Friðarganga verður á Akureyri á morgun, Þorláksmessu, eins og löng hefð er fyrir. Gengið verður frá leikhúsinu – gamla Samkomuhúsinu – klukkan 18.00, að Ráðhústorgi.
„Á tímum sem kalla á frið, samstöðu og von bjóðum við ykkur að ganga saman í kyrrð og ljósi. Gengið verður með kerti frá samkomuhúsinu að Ráðhústorgi,“ segir í tilkynningu.
Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar, flytur ávarp. Sigríður Íva Þórarinsdóttir og Ösp Eldjárn syngja og skapa hlýja stemningu.
„Kerti verða til sölu fyrir gönguna. Öllum er velkomið að taka þátt. Komum saman og sýnum frið í verki,“ segir í tilkynningu frá Friðarframtaki Akureyrar.