Fara í efni
Fréttir

Árið heilsar blíðlega

Nýja árið hefur heilsað Akureyringum og nærsveitungum blíðlega. Egill Bjarni Friðjónsson var á ferðinni í bítið með myndavélina og fangaði þá fegurð morgunsins við Pollinn.

Eftir að árin frusu saman hefur hlýnað, snemma í morgun var hitinn fjórar gráður og hlýtt verður næsta sólarhringinn með andvara úr ýmsum áttum. Spáð er allt að 10 stiga hita í kvöld og mildu veðri fram eftir degi á morgun en seint annað kvöld fer að blása hressilega úr suðvestri. Mjög hvasst gæti orðið þar til um hádegisbil á mánudag þegar lægir á ný, hiti fer niður undir frostmark og seint á mánudagskvöld verður vægt frost. Fyrsti snjór ársins fellur svo væntanlega aðfararnótt þriðjudagsins.