Fara í efni
Fréttir

Anna Hildur kjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur kjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir var í dag kosin formaður SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, á fundi aðalstjórnar samtakanna. 

Anna Hildur starfaði um árabil sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hefur frá 2018 gegnt sama starfi á velferðarsviði Akureyrarbæjar. Hún hefur undanfarin tvö ár setið í níu manna framkvæmdastjórn SÁÁ.