Fara í efni
Fréttir

Andlát: Sigurður Guðmundsson

Andlát: Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn aðeins 53 ára að aldri.

Sigurður lést í gær í borginni Lusaka í Sambíu, þar sem hann hefur búið undanfarin ár ásamt þarlendri eiginkonu sinni, Njavwa Namumba. Þau eiga tæplega árs gamlan son. Áður átti Sigurður þrjú börn, tvö þeirra eru uppkomin.

Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn 8. mars 1969 en var búsettur á Akureyri nær alla ævi.