Fara í efni
Fréttir

Andlát: Helgi Rúnar Bragason

Mynd af Helga Rúnari af heimasíðu íþróttafélagsins Þórs

Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og fyrrverandi körfuboltaþjálfari hjá Þór, lést í gær, sunnudag 27. ágúst, aðeins 47 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Greint er frá andláti hans á heimasíðum ÍBA og Þórs í morgun.

„Helgi Rúnar var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til hins síðasta. Hann var í veikindaleyfi síðustu misserin eftir að hann greindist með krabbamein sumarið 2021,“ segir í frétt á vef ÍBA.

Þar segir ennfremur: „Helgi Rúnar var framúrskarandi starfsmaður, skarpur, fylginn sér, sýndi starfinu mikinn áhuga og metnað og dugnaður Helga Rúnars duldist engum sem með honum starfaði. Það sýnir sig m.a. í því að Helgi Rúnar mætti reglulega á stjórnarfundi í veikindum sínum, þrátt fyrir að þurfa að hafa mikið fyrir því. Fyrst og fremst var Helgi Rúnar þó frábær manneskja og hans verður sárt saknað en minning hans mun ávallt lifa innan íþróttalífsins á Akureyri og víðar.“

Eiginkona Helga Rúnars er Hildur Ýr Kristinsdóttir. Dóttir þeirra er Karen Lind Helgadóttir, leikmaður Þórs í körfubolta.

Helgi Rúnar rakti sögu sína á söfnunarsíðu skeggkeppninnar Mottumars á þessu ári. Hann greindist með illkynja krabbamein við tungurót í júní 2021. Eftir 35 geislameðferðir, sex lyfjameðferðir og aðgerð til að uppræta meinið greindist nýtt ólæknandi mein í nefholi stuttu síðar Því miður greindist nýtt ólæknandi mein í nefholi stuttu síðar og um þessar mundir er Helgi Rúnar í tíu skipta geislameðferð á ný til að létta á þrengslum í nefholinu og bæta lífsgæði hans,“ sagði í grein um hjónin á vef Krabbameinsfélags Íslands í lok mars á þessu ári.

Fréttir Akureyri.net um Helga Rúnar Bragason:

Helgi rakaði saman fé í skeggkeppninni

Helgi Rúnar hefur safnað 19 milljónum