Fara í efni
Fréttir

Andlát: Eiríkur Stefánsson

Eiríkur Bjarnar Stefánsson, húsasmíðameistari og söngvari, er látinn, 93 ára að aldri. Hann fæddist 12. febrúar 1930 á Akureyri og lést laugardaginn 5. ágúst á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri.

Eiginkona Eiríks var Hólmfríður Þorláksdóttir fædd 26. júlí 1921. Hún lést 2. febrúar 2005. 

Hólmfríður og Eiríkur giftust í febrúar 1950. Börn þeirra eru: Ingibjörg, gift Sævari Gunnarssyni, Anna gift Magnúsi Sigurðssyni, Þorgerður Sigríður sem lést 1972, Þorsteinn Stefán og Reynir Bjarnar, kvæntur Rannveigu Kristinsdóttur.

Barnabörn Eiríks er níu talsins og barnabarnabörn sautján.

Foreldrar Eiríks voru þau Oddný Ingibjörg Eiríksdóttir og Stefán Vilmundarson. Bræður Eiríks eru Guðmundur Bjarnar og Páll Bjarnar.

Eiríkur lærði húsasmíði. Hann stofnaði og rak trésmíðaverkstæðið Þór ásamt Rafni Magnússyni um áratuga skeið en seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 1984.

Eiríkur söng mikið á lífsleiðinni og var frá 18 ára aldri í Karlakór Akureyrar. Síðar var hann í Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar. Í áratugi söng Eiríkur við jarðarfarir og þá söng hann með ýmsum söngvurum á skemmtunum um langan aldur.

Eiríkur var virkur í safnaðarstarfi Glerárkirkju. Hann var í byggingarnefnd kirkju og byggingastjóri hennar.