Fara í efni
Fréttir

Andlát: Bernharð Haraldsson

Bern­h­arð Sig­ur­steinn Har­alds­son, fyrsti skóla­meist­ari Verk­mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri (VMA), er lát­inn, 86 ára að aldri. Greint er frá andláti Bernharðs í Morgunblaðinu í dag.

Bern­h­arð fædd­ist í Árnesi í Gler­árþorpi 1. fe­brú­ar 1939 og ólst upp á Ak­ur­eyri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 20. maí.

For­eldr­ar hans voru Þór­björg Sig­ur­steins­dótt­ir, hús­freyja og verka­kona, ættuð úr Hörgár­dal, og Har­ald­ur Norðfjörð Ólafs­son frá Brekku í Gler­árþorpi, sjó­maður og neta­gerðarmaður.

Bern­h­arð lauk stúd­ents­prófi frá MA árið 1959. Hann nam þýsku við há­skól­ann í Frei­burg í Vestur-Þýskalandi 1959-1960, lauk BA-prófi í landa­fræði og mann­kyns­sögu og prófi í upp­eld­is- og kennslu­fræði frá Háskóla Íslands 1966 og stundaði nám í hagrænni landa­fræði við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla vet­ur­inn 1988-1989.

Bern­h­arð kenndi við Gagn­fræðaskóla Vest­ur­bæj­ar 1966-1967, Gagn­fræðaskóla Ak­ur­eyr­ar 1960-1962 og 1967-1981, var yfir­kenn­ari þar 1981-1982 og skóla­stjóri 1982-1983. Sam­hliða kennslu var Bern­h­arð leiðsögumaður með þýska ferðamenn.

Bernharð var skipaður skólameistari Verkmenntskólans á Akureyri 1. júní 1983 en skólinn var formlega stofnaður ári síðar, 1. júní 1984, og settur í fyrsta skipti 1. september það ár. Bernharð vann öt­ul­lega að stofn­un hins nýja skóla og upp­bygg­ingu verk­mennt­un­ar á Ak­ur­eyri. Und­ir stjórn Bern­h­arðs og með fulltingi Hauks Ágústs­son­ar og Adams Óskars­son­ar var VMA frum­kvöðull í fjar­kennslu. Bernharð gegndi embætti skólameistara til 1999. 

Bern­h­arð var skóla­maður af lífi og sál og ritaði tvær bæk­ur um skóla­sögu. Hann vann að rann­sókn­um á ábú­enda­sögu í Eyjaf­irði og kom að út­gáfu nokk­urra rit­verka á því sviði. Bern­h­arð tók virk­an þátt í bæj­ar­mál­um á Ak­ur­eyri og átti sæti í menn­ing­ar­mála­nefnd Ak­ur­eyr­ar og nefnd um kennslu á há­skóla­stigi á Ak­ur­eyri er lagði grunn að stofn­un Há­skól­ans á Ak­ur­eyri. Enn frem­ur var hann formaður Lyft­ingaráðs Ak­ur­eyr­ar og fé­lagi í Rótarý­klúbbi Ak­ur­eyr­ar.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Bern­h­arðs er Ragn­heiður Hans­dótt­ir, tann­lækn­ir og sér­fræðing­ur í bit­lækn­ing­um. Þau gengu í hjóna­band 1966 og eignuðust fjög­ur börn: Har­ald, Hans Braga, Arn­dísi og Þór­dísi. Barna­börn­in eru sjö og það átt­unda er á leiðinni.

Minningarathöfn verður haldin í Bústaðakirkju 10. júní klukkan 13. Útför Bernharðs fer fram frá Akureyrarkirkju 13. júní kl. 13.