Fara í efni
Fréttir

Alvarlegur árekstur á Moldhaugahálsi

Alvarlegur árekstur á Moldhaugahálsi

Alvarlegt umferðarslys varð á Moldhaugahálsi, norðan Akureyrar, um eittleytið í dag. Tveir bílar rákust saman og voru ökumenn beggja fluttir á sjúkahúsið á Akureyri ásamt farþega í annarri bifreiðinni.

Gámaflutningabíll valt við Staðarbakka í Hörgárdal um svipað leyti. Ökumaður og farþegi voru í bifreiðinni en meiðsl þeirra virðast minniháttar, skv. upplýsingum frá lögreglu.