Fara í efni
Fréttir

Allt kosningaefni á einum stað

Alþingishúsið við Austurvöll. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.
Alþingishúsið við Austurvöll. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Í dag er einn mánuður þar til kosið verður til Alþingis. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. september og Akureyri.net fylgist vel með gangi mála. Auðvelt verður fyrir lesendur að nálgast allt efni sem birtist á vefnum og tengist kosningunum.

Á forsíðu Akureyri.net er kominn borði eins og sá sem hér blasir við, neðan við efsta fréttahlutann. Sé smellt á borðann birtist allt efni sem tengist kosningunum, til dæmis fréttir af ýmsu tagi og greinar frambjóðenda og annarra sem kunna að vilja leggja orð í belg.

Smellið hér til að fara inn á kosningavef Akureyri.net.