Fara í efni
Fréttir

Allt eins og blómstrið eina í Elche

Anna Þyrí Halldórsdóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir á æfingunni í dag.…
Anna Þyrí Halldórsdóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir á æfingunni í dag. Ljósmyndir: Elvar Jónsteinsson

Fyrri Evrópuleikur Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í handbolta gegn CB Elche verður í spænsku borginni á morgun og sá síðari á sunnudaginn. Liðið hélt utan í gær eins og komið hefur fram.

Eftir kjarngóðan morgunverð og videofundi skelltu Stelpurnar okkar sér á æfingu í keppnishöllinni, Elche Ciudade de Deportes. Þar gekk að sjálfsögðu allt eins og í sögu og þjálfarateymið náði þotuþreytunni eftir ferðalag gærdagsins úr mannskapnum.

Móttökurnar í Elche eru til fyrirmyndar og aðbúnaður góður líkt og í Kosovo um daginn, segir Elvar Jónsteinsson, fararstjóri, við Akureyri.net.