Fara í efni
Fréttir

Allar rúður í jeppanum brotnar

Allar rúður í jeppanum brotnar

Einhver eða einhverjir virðast hafa gert sér það að leik um helgina að brjóta allar rúður í jeppa sem stóð við Lónsá. Eigandi bílsins, Bjarni Hjaltalín, segir frá á Facebook og birtir meðfylgjandi myndir í hópnum Fornbílar og tæki til sölu. Hann biðlar til þeirra sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband við hann í einkaskilaboðum á Facebook.