Fara í efni
Fréttir

Akureyringum hefur fjölgað um 335 á einu ári

Akureyringum hefur fjölgað um 335 á einu ári

Íbúar Akureyrar þann 1. ágúst síðastliðinn voru 19.436, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands og hafa aldrei verið fleiri. Íbúum bæjarins hefur undanfarna 12 mánuði fjölgað um 335. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

Þjóðskrá birtir mánaðarlega upplýsingar um íbúafjölda sveitarfélaga og miðar breytingu við 1. desember. Á þessu tímabili, síðustu átta mánuði, fjölgaði íbúum Akureyrarbæjar um 219 eða 1,1% sem er á pari við hlutfallslega fjölgun landsmanna í heild.

Íbúafjöldi á Norðurlandi eystra í heild hefur aukist um 295 frá 1. desember sl. eða um 1%. Íbúum fækkaði í 24 sveitarfélögum af 69 á umræddu tímabili.

Ef litið er til síðustu 12 mánaða, frá 1. ágúst 2020, hefur hlutfallsleg fjölgun íbúa Akureyrarbæjar numið 1,8% samanborið við 1,4% á landsvísu.

Á vef Þjóðskrár má sjá nánar fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við fyrri ár. Smellið hér til að skoða.