Fara í efni
Fréttir

Akureyri vingast við Martin í Slóvakíu

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, og Ján Danko, borgarstjóri í Martin, undirrita samkomulagið. Mynd: akureyri.is.

Undirritað hefur verið samkomulag um vináttusamband Akureyrarbæjar og borgarinnar Martin í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Samkomulagið felur meðal annars í sér að sveitarfélögin stuðli að samskiptum á vettvangi menningar- og félagsmála, íþróttamála og milli óháðra félaga og félagasamtaka. Einnig felur vináttusambandið í sér samvinnu á sviði menntamála og í öðrum þeim verkefnum þar sem hagsmunir Akureyrarbæjar og Martin fara saman.

Martin er níunda stærsta borg Slóvakíu með um 54 þúsund íbúa.


Skjáskot af Google maps sem sýnir staðsetningu borgarinnar Martin í norðvesturhluta Slóvakíu, ekki langt frá landamærum Tékklands og Póllands.