Fara í efni
Fréttir

Ágúst Þorleifsson dýralæknir látinn

Ágúst Þorleifsson fyrrverandi héraðsdýralæknir í Eyjafirði lést á Akureyri sunnudaginn 27. ágúst, 93 ára að aldri.

Ágúst fæddist 7. júlí 1930 í Hrísey. Foreldrar hans voru Þorleifur Ágústsson útvegsbóndi og Þóra Magnúsdóttir húsmóðir í Miðbæ. Hann lauk dýralæknanámi frá Dýralæknaháskólanum í Osló 1957, hóf störf í sveitum Eyjafjarðar sama ár og átti alla sína starfsævi á Akureyri. Eiginkona Ágústs er Auður Ólafsdóttir sjúkraliði sem lifir mann sinn.

Börn Ágústs og Auðar eru sex: Hafsteinn, Elfa, Vala, Arna, Þorleifur og Birna. Afa- og langafabörn Ágústs eru 19.

Útför Ágústs verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. september klukkan 10.00.