Fara í efni
Fréttir

Áfram brakandi blíða fram að helgi

Skilaboðin á dyrum Braggaparksins á Eyrinni voru skýr í vikunni: Lokað var vegna þess að veðrið var …
Skilaboðin á dyrum Braggaparksins á Eyrinni voru skýr í vikunni: Lokað var vegna þess að veðrið var of gott til að vera inni! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sólin skein skært í logninu á Akureyri í gær og spáin er eins næstu daga. Hitinn var 19 stig klukkan 22.00 í gærkvöldi, 20 stigum er spáð í hádeginu í dag og fram undir kvöld og á fimmtudag og föstudag er gert ráð fyrir að hitinn fari mest í 16 gráður.

Útlendingur sem blaðamaður hitti í vikunni á bryggjunni við Hof sagði, að fyrrabragði: Þetta er eins í Karíbahafinu. Erlendir ferðamenn, að minnsta kosti sumir, trúa því varla hve veðrið er gott.

Á laugardag og sunnudag er spáð einhverri rigningu, þó ekki verulegri, en sennilega nægilega mikill til að einhverjir geti notað hin fleygu orð, Loksins, loksins – eða jafnvel setninguna sígildu: Þetta er gott fyrir gróðurinn!