Fara í efni
Fréttir

Afmælisskákmót Ólafs Kristjánssonar í Hofi

Ólafur Kristjánsson skákmeistari varð áttræður þann 29. ágúst og af því tilefni efna fjölskylda Ólafs og Skákfélag Akureyrar til veglegs afmælisskákmóts í Hofi dagana 2. til 4. september. Mótið hefst kl. 20 annað kvöld og lýkur á sunnudag. Tefldar verða 11 umferðir með atskákarfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að skrá sig í mótið, en fjöldi þátttakenda takmarkast þó við 70.

 „Ólafur hefur um áratugaskeið verið einn okkar öflugasti skákmeistari og skeinuhættur hverjum sem er. Þátttaka hans í skákmótum takmarkaðist þó af því að hann vann lengi sem togarasjómaður og átti því ekki alltaf kost á því að tefla á mótum sem stóðu yfir í langan tíma. Með yfirgripsmikill þekkingu sinni í skákfræðum og sögu skákarinnar, svo og með háttvísri og yfirvegaðri framkomu við skákborðið var Ólafur öðrum skákfélögum, einkum þeim sem yngri voru, mikilvæg fyrirmynd,“ segir í tilkynningu.

Áhorfendur eru velkomnir á skákmótið. Dagskrána má nálgast á heimasíðu Skákfélags Akureyrar.