Fara í efni
Fréttir

Afhjúpa minnisvarða um flugslys á Glerárdal

Finnur Björnsson, Kristján Rafn Erlendsson og Svanur Þór Jónasson voru allir 22 ára þegar þeir fórust í flugslysi árið 1995. Mynd: aðsend

Á sunnudaginn kemur verður afhjúpaður minnisvarði um Patreksfirðingana Finn Björnsson, Kristján Rafn Erlendsson og Svan Þór Jónasson, en þeir fórust allir í flugslysi á Glerárdal 14. september árið 1995. Aðstandendur þeirra ætla að afhjúpa minnisvarðann á sunnudaginn kemur kl 14.00, en hann er staðsettur við Súlubílastæði.

Boðið verður upp á kaffi í sal Rauða krossins eftir athöfnina, og öll eru hjartanlega velkomin, segir í tilkynningu á Facebookviðburði fyrir afhjúpunina. 

Fjöldi fólks kom að leitinni, þegar flugvél þremenninganna skilaði sér ekki fyrir þrjátíu árum. 

Hér má sjá skjáskot af frétt um slysið úr Morgunblaðinu, 19. september 1995, en alla fréttina má lesa á þessum hlekk.