Fara í efni
Fréttir

Afhending smáhýsa á undan áætlun

Smáhýsin við Dvergaholt. Mynd: Akureyri.is.

Bygging smáhýsa fyrir fólk með fjölþættan vanda hefur gengið það hratt fyrir sig að nú hefur SS Byggir afhent tvö ný smáhýsi við Dvergaholt 2 í viðbót við tvö önnur sem hafa verið í notkun frá árinu 2020.

Smáhýsin tvö voru afhent Akureyrarbæ núna í vikunni, þremur mánuðum á undan áætlun, en til stóð að afhenda þau í lok febrúar. Verkinu lauk hins vegar mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Um ræðir vönduð tveggja herbergja hús, 55 fermetra að stærð, byggð úr krosslímdum timbureiningum og klædd að utan með álklæðningum. Steypt verönd er við öll húsin.