Fara í efni
Fréttir

Afar hættulegur leikur að ganga út á ísilagðan Pollinn

Tvö börn voru á ísnum - þar sem hringurinn er dreginn - seinni part dags í vikunni. Ljósmynd: Axel Þórhallsson

Lögreglan á Akureyri hefur síðustu daga fengið nokkrar tilkynningar um að fólk hafi gengið út á ísi lagðan Pollinn. Hún varar mjög við því enda sé ísinn alls ekki traustur. „Bara svo að það sé sagt, það er hreint ekki öruggt svo ekki sé dýpra í árinni tekið, í raun mjög hættulegt. Ekki fara út á Pollinn – ísinn. Það er ekki tekið til baka ef þið fallið niður um vök og/eða undir ísinn. Bæði er sjórinn um frostmark og síðan er straumur í firðinum og ekkert víst að þið komist upp aftur og erfitt að ná til þeirra sem falla niður. Biðlum til foreldra að ítreka við börn sín að þetta sé afar hættulegur leikur,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Akureyri.