Fara í efni
Fréttir

Ætlum við að nýta tímann eða drepa hann?

„Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel,“ skrifar Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.

„Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni. Þetta gerum við flest of oft og í óhófi, slíkan tíma ættum við að horfa í að takmarka. Ef við hugsum um heilann okkar eins og harðan disk í tölvu, ætlum við þá að fylla allt daglega geymsluplássið með rusli? Heilinn okkar er ekki fullþroskaður fyrr en um 25 ára aldurinn og því mikilvægt að huga að því að aðstoða börn og unglinga í því verkefni að finna sér leiðir til að nýta skjátímann á gagnlegan hátt.“

Smellið hér til að lesa grein Skúla Braga.