Fara í efni
Fréttir

Að vera ánægður með það sem maður hefur

„Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað myndi gerast ef okkur tækist að breiða út þann boðskap að það séu eftirsóknarverð lífsgæði að vera ánægður með það sem maður hefur, lifa sáttur við sitt, vera nægjusamur, hógvær, heiðarlegur, gjafmildur og bara almennt góð manneskja upp á gamla mátann?“

Þannig hefst grein eftir Stefán Þór Sæmundsson, íslenskukennara og rithöfund, sem birtist á Akureyri.net í dag.

Stefán segir vel hægt að sjá það fyrir sér að „ef við myndum einfalda líf okkar og komast nær kjarnanum í mannlegu samfélagi þá myndi líkamlegum og streitukenndum kvillum fækka, þunglyndi og sálarangist hörfa, félagskvíði sömuleiðis og líðan fólks yrði betri og samskipti öll heilbrigðari. Við myndum eyða öllum biðlistum í heilbrigðiskerfinu og Landspítalinn færi létt með að sinna hlutverki sínu. Lyfjanotkun myndi hrynja og afföll af vinnumarkaði minnka stórlega.“

Þetta myndi reyndar líklega þýða hrun hins vestræna hagkerfis, segir Stefán, og þeirrar menningar sem við höfum alist upp við og kappkostað að fylgja ...

Smellið hér til að lesa grein Stefáns Þórs