Fara í efni
Fréttir

903 sjúkraflug með 974 sjúklinga á síðasta ári

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Á nýliðnu ári fóru sjúkraflutningsmenn frá Slökkviliði Akureyrar í 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga. Árið árið voru samsvarandi tölur 891 flug með 934 sjúklinga. Um 45% þessara flugferða voru í miklum forgangi (F1 eða F2) og í 7% tilfella var flogið með erlenda ferðamenn.

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar í morgun.

Sjúkraflutningar eða útköll sjúkrabíla á árinu voru 3.285 en 3.068 árið áður. Um 9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.

Slökkvilið Akureyrar fór í alls 138 útköll árið 2023 en 119 árið áður.

„Slökkvilið Akureyrar sinnir lögbundnum verkefnum eins og slökkvistörfum og eldvarnareftirliti, en einnig sjúkraflutningum fyrir Akureyri og nágrenni en auk þess sinna sjúkraflutningamenn SA öllum sjúklingum sem fluttir eru með sjúkraflugi á Íslandi,“ segir í fréttinni.