Fara í efni
Fréttir

24 sóttu um starf framkvæmdastjóra SSNE

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Stefnt er að því að ráða framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, (SSNE) fyrir lok júní. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins.

Eyþór Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, hefur verið ráðinn forstjóri Norðurorku.

Alls sóttu 24 einstaklingar um starf framkvæmdastjóra SSNE en fimm umsækjenda hafa dregið umsókn sína til baka.

Þessir 19 koma því til greina í starfið:

  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fyrrverandi alþingismaður
  • Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri
  • Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi
  • Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri
  • Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, verkefnastjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri
  • Hildur Axelsdóttir, kjördæmisfulltrúi
  • Jónas Egilsson, sveitarstjóri
  • Kjartan Sigurðsson, ráðgjafi
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
  • Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri
  • Skúli Gautason, menningarfulltrúi
  • Snæbjörn Sigurðarson, sjálfstætt starfandi
  • Svanhvít Pétusdóttir, deildarstjóri
  • Sævar Freyr Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  • Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri
  • Þórhildur M. Jónsdóttir, verkefnastjóri
  • Ágúst Þór Brynjarsson, tónlistarmaður/viðskiptafræðingur

Vikublaðið hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, formanni stjórnar SNNE, að gert sé ráð fyrir að tilkynna um ráðningu nýs framkvæmdastjóra í síðasta lagi fyrir mánaðarmótin júní/júlí.