Fara í efni
Fréttir

1,6 milljónir söfnuðust um helgina

1,6 milljónir söfnuðust um helgina

Forráðamenn Skógræktarfélags Eyfirðinga erum í skýjunum yfir viðbrögðum fólks við söfnun sem þeir hrundu af stað fyrir helgi, vegna kaupa á nýjum snjótroðara til notkunar í Kjarnaskógi og Akureyri.net sagði frá á föstudaginn. Um helgina söfnuðust 1,6 milljónir króna. Nýr troðari kostar um 35 milljónir.

„Við finnum að fólk er ánægt með vetrarþjónustuna og sístækkandi hópur notar göngustíga og skíðaspor í skóginum. Snjótroðarinn, ríflega 40 ára gamall, hefur þjónað okkur vel en er nú kominn á lokametrana og er aðeins tímaspursmál hvenær hann setur sitt síðasta spor í Kjarnaskóg,“ sagði á Facebook síðu Skógræktarfélagsins þegar söfnunin hófst.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í söfnuninni á þessari bráðskemmtilegu mynd á heimasíðu félagsins, kjarnaskogur.is. Myndin verður uppfærð reglulega.