Fara í efni
Fréttir

10. bekkingar sækja jólatré og flugeldarusl

Nemendur 10. bekkjar í Brekkuskóla fara skemmtilega leið í fjáröflun vegna útskriftarferðar næsta vor. Þeir bjóðast til að sækja jólatré og flugeldarusl heim til fólks gegn gjaldi, á sunnudaginn frá kl. 15.00 til 17.00. Krakkarnir njóta aðstoðar foreldra með kerrur og pallbíla „þannig að allt fer þetta á réttan stað,“ eins og eitt foreldrið sagði við Akureyri.net.

„Einfaldasta leiðin til að losna við þessar jólaleifar er að leita til krakkanna í Brekkuskóla; þægilegt, skilvirkt og ódýrt og hjálpar unglingum að safna upp í útskriftarferð.“

Það kostar 2.000 krónur að láta sækja jólatré og koma því í förgum en 500 kr. að losna við flugeldarusl. 

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu leggja fyrst inn á reikning söfnunarinnar og senda síðan póst á jolatre@brekkuskoli.is til að láta vita  hvert á að sækja tréð og flugeldaruslið.

  • Reikningsnúmer 162 - 26 - 105868
  • Kennitala 410498-2009