Verkmenntaskólinn á Akureyri
														
Húsheild Hyrna kom færandi hendi í VMA
											
									
		22.10.2024 kl. 19:35
		
							
				
			
			
		
											 
											Frá vinstri: Magni Magnússon, kennari í rafiðngreinum í VMA, Eiríkur Guðberg Guðmundsson framleiðslu- og sölustjóri Húsheildar/Hyrnu, Gunnar Magnússon starfsmaður fyrirtækisins, og Björn Hreinsson, kennari í rafiðngreinum í VMA.
									Byggingafyrirtækið Húsheild/Hyrna færði rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri nýverið að gjöf borðplötur í kennslustofu fyrir stýringar.
„Þegar nýr kennslubúnaður er tekin í notkun þarf oft að gera breytingar á vinnuaðstöðu nemenda. Nú á haustönn er verið að innleiða nýjan kennslubúnað fyrir stýringar á rafdeild VMA og nýi búnaðurinn þarf töluvert meira borðpláss en sá gamli. Þá er gott að eiga góða að,“ segir á Facebook rafdeildar skólans. 

Allt gert klárt! Guðmundur Geirsson kennari í rafiðngreinum í VMA fagmannlegur með borvélina.

 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            