Fara í efni
Þór/KA

Þór/KA og FH eigast við í Boganum i dag

Leikmenn Þórs/KA fagna marki í sigrinum á Tindastóli í síðasta heimaleik í deildinni. Mynd: Ármann Hinrik

Þór/KA tekur á móti FH í dag í 4. umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. 

Þór/KA er í fimmta sæti deildarinnar með sex stig að loknum þremur leikjum, vann fyrstu tvo en tapaði þeim þriðja fyrir Val á útivelli. Fjögur lið eru jöfn í 1.-4. sæti með sjö stig – Breiðablik, Valur, FH og Þróttur R.

  • Besta deild kvenna í knattspyrnu
    Boginn kl. 14:30
    Þór/KA - FH

Þór/KA og FH mættust þrisvar á Íslandsmótinu í fyrrasumar. Þór/KA vann fyrsta leikinn 4:0 (á Haukavellinum) í Hafnarfirði þar sem Sandra María Jessen gerði öll fjögur mörkin en FH vann hins vegar seinni leikinn í hefðbundnu deildarkeppninni 1:0 á Þórsvellinum (VÍS-vellinum). Þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liða deildarinnar í lokakafla mótsins á KA-vellinum (Greifavellinum) vann Þór/KA 1:0 með marki Söndru Maríu.