Fara í efni
Þór

Tíundi sigur Þórs í 1. deild kvenna

Þórsliðið að loknum sigri á heimavelli fyrr á leiktíðinni. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Kvennalið Þórs í körfuknattleik vann tíunda leik sinn í röð í 1. deildinni í gærkvöld þegar liðið sótti B-lið Stjörnunnar heim í Garðabæinn. Þegar upp var staðið munaði 51 stigi, lokatölur 99-48, Þór í vil. 

Þór seig jafnt og þétt fram úr strax frá byrjun, vann fyrsta leikhlutann með 19 stiga mun og munurinn 24 stig eftir fyrri hálfleikinn. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleiknum, forystan jókst jafnt og þétt, Þór vann þriðja leikhlutann með 19 stiga mun og leikinn að lokum með 51 stigi. 

Þórsliðið var fjölmennara í gærkvöld en oft áður í haust og sneru þær María Sól Helgadóttir og Sigurlaug Eva Jónsdóttir báðar til baka eftir stutta fjarveru vegna meiðsla. Þá er Karen Lind Helgadóttir spilaði í gær sinn annan leik á tímabilinu, kom inn í síðasta leik fyrir jól eftir að hafa verið frá vegna meiðsla allt tímabilið. 

  • Stjarnan b - Þór (10-29) (14-19) 25-48 (6-25) (18-26) 48-99

Chloe Wilson var stigahæst í Þórsliðinu með 34 stig og 16 fráköst, 50 framlagspunkta. Iho Lopez tók 26 fráköst. Þórsliðið er áfram taplaust á toppi 1. deildarinnar, hefur unnið tíu fyrstu leiki sína í deildinni. Aþena og Fjölnir koma næst á eftir, bæði með átta sigra, en Aþena á leik til góða.

Helstu tölur leikmanna Þórs:

  • Chloe Wilson 34/16/4 - 50 framlagspunktar
  • Iho Lopez 16/26/1
  • Emilie Ravn 14/4/5
  • Hjörtfríður Óðinsdóttir 14/0/2
  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir 9/8/2
  • Yvette Adriaans 6/6/2
  • Karen Lind Helgadóttir 4/6/4
  • Sigurlaug Eva Jónasdóttir 2/1/0
  • María Sól Helgadóttir 0/2/1 

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni