Fara í efni
Þór

Þórsstelpurnar unnu Breiðablik í Kópavogi

Maddie Sutton skoraði 22 stig í kvöld, átti fimm stoðsendingar og tók 12 fráköst. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór fagnaði í kvöld þriðja sigri vetrarins í efstu deild kvenna í körfubolta, Subway-deildinni. Þórsstelpurnar sigruðu þá Breiðablik 91:72 í Smáranum í Kópavogi. Þetta var jafnframt fyrsti sigur liðsins á útivelli á leiktíðinni en Breiðablik er án sigurs.

Segja má að frábær byrjun og annars eins lokakafli hafi gert gæfumuninn í kvöld. Eftir fyrsta leikhluta voru Þórsarar með góða forystu og voru yfir það sem eftir lifði leiks. Munurinn var níu stig í hálfleik, var kominn niður í fimm stig fyrir síðasta fjórðung en þá settur Þórsstelpurnar í efsta gír á ný og stungu Blikana af.

  • Skorið eftir leikhlutum: 15:28 – 25:21 – (40:49) – 22:18 – 9:22 – 72:91

Þórsarinn Lore Devos skoraði 26 stig, tók 14 fráköst og átti sex stoðsendingar, Hrefna Ottósdóttir gerði 25 stig, þar af sjö þriggja-stiga körfur, og Maddie Sutton skoraði 22 stig, átti fimm stoðsendingar og tók 12 fráköst. 

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina á vef KKÍ

Smellið hér til að sjá umfjöllun á heimasíðu Þórs

Hrefna Ottósdóttir gerði sjö þriggja-stiga körfur og alls 25 stig. Til hægri er Andri Halldórsson þjálfari Þórsliðsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson