Þórsarar töpuðu í Stykkishólmi
Þórsarar máttu þola þriðja tapið í þremur leikjum í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld, raunar það fjórða í fjórum leikjum að meðtöldum bikarleik fyrr í vikunni. Þórsarar sóttu Snæfell heim, höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og vel fram í þriðja leikhluta, en töpuðu á endanum með 17 stiga mun.
Þórsarar höfðu forystu allan fyrri hálfleikinn, leiddu með sex stiga mun að honum loknum, 35-29, og héldu forystunni langt fram í þriðja leikhluta. Þeim tókst þó aldrei að slíta sig frá heimamönnum og munurinn mestur sjö stig. Snæfell náði forystunni þegar innan við fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og bættu svo smátt og smátt í hana í lokafjórðungnum, unnu hann með 14 stiga mun.
Snæfell - Þór (14-17) (15-18) 29-35 (26-17) (28-14) 83-66
- Christian Caldweell 26/13/1 - 27 framlagspunktar
- Luke Moyer 17/6/2
- Axel Arnarsson 10/8/1
- Arngrímur Friðrik Alfreðsson 6/0/0
- Paco del Aquilla 4/10/1
- Andri Már Jóhannesson 2/1/0
- Smári Jónsson 1/1/1
Þór er ásamt Fylki og Skallagrími án sigurs að loknum þremur umferðum í deildinni. Þórsarar taka á móti KV í næstu umferð.