Þór
Þór og Grindavík leika í Boganum í kvöld
29.07.2025 kl. 06:00

Þeir skoruðu í síðasta leik - 2:2 jafntefli við Keflavík á útivelli. Christian „Greko“ Jakobsen gerði fyrsta markið fyrir Þór og Sigfús Fannar Gunnarsson sitt níunda í deildinni í sumar. Myndir: Skapti Hallgrímsson og Ármann Hinrik
Þórsarar fá Grindvíkinga í heimsókn í Bogann í dag í 15. umferð Lengjudeildarinnar í knattspyrnu, næst efstu deildar Íslandsmótsins. Í síðustu umferð gerðu Þórsarar 2:2 jafntefli við Keflvíkinga á Reykjanesinu en Grindvíkingar töpuðu 2:1 á heimavelli fyrir Þrótti.
- Lengjudeild karla í knattspyrnu, 15. umferð
Boginn kl. 18
Þór - Grindavík
Að loknum 14 umferðum af 22 er Þór í 5. sæti deildarinnar með 24 stig, færðist niður um eitt sæti með jafnteflinu í Keflavík í síðustu umferð. Grindavík er í 8. sæti með 14 stig. Fyrri leikur þessara liða varð að markaveislu þar sem Þórsarar fögnuðu 4:3 sigri á Stakkavíkurvelli í Grindavík undir lok maímánaðar.
Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld:
- Þór - Grindavík
- Þróttur R. - Fylkir
- Njarðvík - HK
Tveir síðustu leikir umferðarinnar verða á morgun:
- Fjölnir - Völsungur
- Selfoss - ÍR