Fara í efni
Þór

Öruggur sigur Þórsara á Hrunamönnum

Harrison Butler var stigahæstur Þórsara á Flúðum í gærkvöldi - gerði 24 stig. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu öruggan sigur á Hrunamönnum á Flúðum í gærkvöldi, 98:75, í 1. deild karla í körfubolta. 

Fyrri hálfleikur var lengst af jafn en Þórsarar voru sex stigum yfir að honum loknum. Í seinni hálfleiknum tóku Þórsarar hins vegar völdin; gengu nánast frá heimamönnum í þriðja leikhluta og héldu sínu striki í þeim fjórða.

  • Skorið eftir leikhlutum: 19:20 – 21:26 – 40:46 – 11:23 – 24:29 – 75:98

Harrison Butler og Reynir Róbertsson voru í aðalhluverkum í Þórsliðinu í þessum sjötta sigri Þórs í 17 leikjum í deildinni. 

Helsta tölfræði Þórsara (stig, fráköst, stoðsendingar):

Harrison Butler 24/5/4, Reynir Róbertsson 20/8/2, Jason Gigliotti 14/9/1, Páll Nóel Hjálmarsson 10/1/0, Orri Már Svavarsson 8/1/1, Smári Jónsson 7/3/2, Hákon Hilmir Arnarsson 6/0/3, Andri Már Jóhannesson 4/4/0, Michael Walcott 2/2/1, Veigar Svavarsson 2/2/1, Baldur Örn Jóhannesson 1/10/2.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.