Fara í efni
Þór

Öruggt gegn Herði og Þór er áfram á toppnum

Vel gert! Þórsararnir Tómas Ingi Gunnarsson, varamarkvörður, og Jón Ólafur Þorsteinsson fagna eftir að Kristján Páll Steinsson varði eitt 18 skota sinn í leiknum í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu lið Harðar frá Ísafirði örugglega á heimavelli í dag, 33:25, og eru áfram á toppi Grill 66 deildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta, ásamt Fjölni sem vann Víking í gær.

Þórsarar voru níu mörkum yfir í hálfleik í Íþróttahöllinni í dag, 22:13, og voru miklu betri. Þeir stigu aðeins af bensíngjöfinni í seinni hálfleiknum, léku ekki eins vel og gerðu aðeins 11 mörk en sigurinn var þrátt fyrir það aldrei í hættu. 

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 6, Viðar Ernir Reimarsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 4, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Heiðmar Örn Björgvinsson 2, Andri Snær Jóhannsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Kristján Páll Steinsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 18 (41,9%).

Smellið hér til að sjá frekari tölfræði og gang leiksins.

Kristján Páll Steinsson var besti maður Þórs í dag. Kristján varði 18 skot.

Halldór Kristinn Harðarson lék ekki með Þór í dag en var í liðsstjórn. Eftir leik fagnaði hann úrslitunum ásamt stuðningsmönnum Þórsliðsins með líflegum sigursöng.