Fara í efni
Þór

Akureyrarvaka býður upp á menningarveislu

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Hæst á baugi þessa vikuna er Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrarbæjar, og fjölmargir viðburðir í kring um hana.

Akureyrarvaka - föstudagurinn 29. ágúst

  • Rökkurró í Lystigarðinum – Setningarhátíð Akureyrarvöku 2025. Gítartónar Dimitrios Theodoropoulos, ávarp bæjarstjóra, Minningar frá Brasilíu, dansatriðið Sofðu rótt frá Steps Dancecenter og ljúfir tónar frá Hrund Hlöðversdóttur. Að lokum flytja Helga og Bjarni íslenskar perlur. kl. 20:40-22:00 í skrúðshúsi Lystigarðsins.
  • TRÍÓ Kristjáns Edelstein á LYST – Eftir setningarhátíðina Rökkurró, spilar Kristján ásamt Stefáni Ingólfssyni og Halldóri G. Hauksssyni á LYST. Föstudagskvöld 29. ágúst kl. 22-23.
  • Landablanda – tónleikar með þjóðlögum frá þrettán löndum. Þórður Sigurðarson, Jón Þorsteinn Reynisson og Erla Dóra Vogler flytja. Föstudagskvöld, 29. ágúst kl. 22-22.45 í Deiglunni.
  • Minningar frá Brasilíu – Ívan Mendez, Sigfús Jónsson, Michael Weaver og Rodrigo Lopez flytja brasilíska tónlist. Naust í Menningarhúsinu Hofi, föstudaginn 29. ágúst kl. 22.
  • Draugaslóð á Hamarkotstúni – Draugar, vættir og hulduverur leggja Hamarkotstún undir sig að venju á Akureyrarvöku. Föstudagskvöld 29. ágúst kl. 22-23.30.
  • LEGO bærinn á Iðnaðarsafninu – Föstudaginn 29. ágúst kl. 17-19.
  • Akureyrarveikin - formleg útgáfa nýrrar bókar – Föstudaginn 29. ágúst kl. 17-19 í kvos Menntaskólans á Akureyri.
  • Galdur & tónlist í Deiglunni - Stu Gates og DJ Andri Pje - Föstudaginn 29. ágúst kl. 19-22.
  • Húslestur á Akureyrarvöku – Arnar Már Arngrímsson rithöfundur les úr verki í vinnslu og ljóð eftir norðlenska höfunda. Einilundi 8e, föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00.

 

May be an image of 7 people and text

Stórtónleikar Akureyrarvöku eru hápunktur helgarinnar. Mynd: Akureyrarbær

Akureyrarvaka - laugardagurinn 30. ágúst

Listasýningar

Tónleikar

Aðrir viðburðir


Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.