Fara í efni
Það er alltaf þriðjudagur

Versló: „Vonandi skemmtið' ykkur vel“

Sjötti þáttur af hlaðvarpi Péturs Guðjónssonar, Það er alltaf þriðjudagur, er kominn út. Þættirnir, pistlar í hlaðvarpsformi, koma alla þriðjudaga á streymisveitur og Akureyri.net birtir þá útdrátt úr þætti vikunnar.

Í þessari viku fyrir verslunarmannahelgina segir Pétur sögu frá einni slíkri helgi; sagan gæti verið sönn en Pétur minnir þó á að ekki megi láta sannleikann skemma góða sögu ... 

Sagan segir af þremur drengjum sem fara á útihátíð en þurfa að hafa mikið fyrir því að fela vínið innan í hurðum bílsins eða að minnsta kosti þar sem gæslan við hliðið á hátíðinni, finnur það ekki. Svo þegar kemur að því að tjalda, þá komast þeir að því að áherslan hafði verið full mikil á vínið því ýmislegt annað gleymdist.

Þeir lenda í ýmsum ævintýrum en aðal málið er að þeir hafa nóg af víni og læra þarna, þá miklu listgrein að fá sér afréttara enda er þetta helgi áhrifabreytinga.

„Vonandi skemmtið' ykkur vel“

Smellið hér til að hlusta á þáttinn og heyra þessa nostalgísku sögu.