Fara í efni
Það er alltaf þriðjudagur

Þjóðarsálin – hlaðvarp Péturs á þriðjudegi

Þrettándi þáttur af hlaðvarpinu, Það er alltaf þriðjudagur í umsjón Péturs Guðjónssonar, er kominn út. Þættina, pistla í hlaðvarpsformi, er að finna á streymisveitum en eins og lesendum Akureyri.net er kunnugt, birtast þættirnir með útdrætti á vefnum alla þriðjudaga. 

Í þessari viku veltir Pétur fyrir sér hvort heimurinn fari versnandi. Tilefni vangaveltnanna er það sem fólk setur á samfélagsmiðla. Í þættinum bendir Pétur á að áður fyrr hafi almenningur í raun ekki haft rödd til að tjá sig opinberlega en nú eigi allir sem vilja sinn eigin miðil.

Tekin eru dæmi úr kommentakerfum, hversu rætin og ógeðfelld þau geta verið, eins og Pétur tekur til orða. Því liggur beinast við að spyrja, segir hann, hvort mannfólkið sé verra en áður eða hvort slæmur hugsunarhátturinn sé loks að koma upp á yfirborðið. 

Tekin eru dæmi úr kommentakerfi fréttamiðils og óhætt er að segja að það sé ekki fyrir viðkvæma, að því er Pétur segir.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.