Fara í efni
Það er alltaf þriðjudagur

Dónaskapur er Pétri efstur í huga í dag

Áttundi þátturinn af hlaðvarpi Péturs Guðjónssonar, Það er alltaf þriðjudagur er kominn út. Þættirnir koma á streymisveitur á þriðjudögum og Akureyri.net birtir útdrátt úr þáttunum alla þriðjudaga og slóð á þættina.

Í dag er dónaskapur efstur í huga Péturs, sem reynir að horfa á hann í aðeins víðara samhengi en venjulega.

Hvað er dónaskapur og hvernig verðum við dónaleg? spyr hann.

Er mögulegt að dagsform okkar sem verðum fyrir dónaskapnum spili þar inn í, þannig að okkar upplifun sem verðum móðguð hafi meiri áhrif en okkur grunar?

Skiptir meira máli hvernig þú segir hlutina fremur en hvað þú segir?

Þessi gáta verður ekki leyst í þættinum en ýmsar vangaveltur koma fram. Smellið hér til að hlusta.