Fara í efni
Það er alltaf þriðjudagur

Af hverju þolir fólk misvel að tapa?

Annar þáttur hlaðvarpsins, Það er alltaf þriðjudagur, í umsjón Péturs Guðjónssonar er kominn út. Þættirnir koma út á hverjum þriðjudegi og birtist útdráttur hér á vefnum ásamt slóð þáttarins.

Í þáttunum veltir Pétur vöngum um hversdagslega hluti; segir þættina pistla í hlaðvarpsformi.

Listin að tapa

Í þessum þætti er umfjöllunarefnið mannleg hegðun og þá sérstaklega hvað veldur því að fólk er oft jafn tapsárt og raun ber vitni. „Eitt af einkennum okkar mannfólksins er mismunandi geta okkar til að takast á við mótlæti. Eins og til dæmis að tapa í íþróttakappleikjum eða tapa í spilum, svo dæmi séu tekin,“ segir Pétur.

„Af hverju þolir fólk misvel að tapa? Hvað setur í gang þessa tilfinningu sem fær okkur til að svitna, roðna, kreppa hnefa og verða vitlaust?

Hvað veldur því að fólk fer að láta út úr sér fáránlega hluti, til dæmis á fótboltaleikjum þegar liðið þeirra er að tapa. Oft verða dómarar fyrir barðinu á fúkyrðaflaum þess sem situr, svekktur og sár í stúkunni, ólgandi af gremju yfir því að lið viðkomandi sé að tapa. Og við töpum okkur.“

Þáttastjórnandinn endar á sögu sem hann segir leiðinlega sanna og sé dæmi um hvernig það að vera tapsár getur afvegaleitt dagsfarsprútt fólk.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.