Fara í efni
Sverrir Páll

Þór vann Selfoss og fór upp í fjórða sæti

Þórsarar fagna seinna marki leiksins í dag. Ragnar Óli Ragnarsson, skælbrosandi þriðji frá hægri, skoraði af stuttu færi eftir horn. Myndir: Ármann Hinrik

Þórsarar sigruðu Selfyssinga 2:0 í dag í Boganum, í níundu umferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Við það skaust Þórsliðið úr áttunda sæti upp í það fjórða. Þór er með 14 stig, Njarðvík og HK með 17 og ÍR er efst með 18.

Sigfús Fannar Gunnarsson gerði fyrra markið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir rúman hálftíma og varnarjaxlinn Ragnar Óli Ragnarsson kom Þór í 2:0 um það bil fimmtán mínútum fyrir leikslok með marki af stuttu færi eftir horn.

Glæsilegt mark! Sigfús Fannar lét vaða á markið utan vítateigs og boltinn söng í netinu, alveg út við stöng. Þarna kom hann Þór í 1:0 á 33. mínútu.

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Meira síðar

Mendelssohn á Akureyri

Sverrir Páll skrifar
12. júní 2025 | kl. 12:45

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00