Fara í efni
Sverrir Páll

Síðustu eintökin af eldri ruslatunnum fjarlægð

Tvær nýjar tunnur og ein gömul. Þó tunnuskiptum á Akureyri sé formlega lokið leynast enn eldri tunnur innan um þær nýju á Akureyri.

Starfmenn á vegum Akureyrarbæjar ganga þessa dagana allar götur í bænum og yfirfara ruslatunnur. Ástæðan er sú að þó tunnuskiptum hafi formlega lokið fyrir nokkrum mánuðum síðan leynist enn ein og ein gömul tunna inn á milli þeirra nýju.

Að sögn Ísaks Más Jóhannessonar, verkefnisstjóra úrgangs- og loftslagsmála hjá Akureyrarbæ, er um að ræða tvískiptar tunnur sem áður voru notaðar undir almennt sorp og lífrænan úrgang, sem hafa orðið eftir aðallega við einbýlishús. Þær eiga að víkja fyrir nýrri tvískiptri tunnu ef um einbýli er að ræða eða tveimur tunnum undir sitthvorn flokkinn ef um fjölbýli er að ræða.

Breytingarbeiðnir afgreiddar

Eins og Akureyri.net hefur áður greint frá hófust sorptunnuskipti á Akureyri á síðasta ári en seinkun varð á ferlinu af ýmsum orsökum.

Til að taka af allan vafa hvort einhverjum tunnum þurfi enn að skipta út og þá hvar, var ákveðið að ganga í öll hús á Akureyri og kanna málið. Þá segir Ísak að búið sé að vinna úr beiðnum um breytingar á samsetningu sorptunna sem hrannast höfðu upp m.a. vegna seinkunar á sendingu á nýjum tunnum.

Mendelssohn á Akureyri

Sverrir Páll skrifar
12. júní 2025 | kl. 12:45

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00