Fara í efni
Sverrir Páll

Sá hæsti á sveinsprófi í pípulögnum er á flugi

Elfari Dúa var veitt viðurkenning 10. maí fyrir frábæran árangur á sveinsprófi í pípulögnum. Með honum eru Vilborg Helga Harðardæóttir framkvæmdastjóri Iðunar, Jón Bjarni Jónsson formaður Byggiðnar og Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri. Mynd: idan.is

Elfar Dúi Kristjánsson á Akureyri, sem útskrifaðist úr námi í pípulögnum frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í desember síðastliðinum, náði bestum árangri á sveinsprófi í pípulögnum hér á landi að þessu sinni. Sveinsprófið var í janúar sl. Þetta kemur fram á vef VMA í dag.

Tilkynnt var hverjir hefðu skarað fram úr í hverri grein þegar Félag iðn- og tæknigreina í Reykjavík afhenti nýsveinum sveinsbréf 26. mars sl. og Elfar Dúi veitti síðan viðurkenningu viðtöku fyrir þennan frábæra árangur í Menningarhúsinu Hofi 10. maí sl. þegar sextíu nýsveinar í húsasmíði, pípulögnum og vélvirkjun fengu afhent sveinsbréf sín. Meistari Elfars Dúa var Hinrik Þórðarson, sem jafnframt var kennari hans í náminu í VMA.

Á vef VMA segir í dag: „Elfar Dúi er heldur betur fjölhæfur. Þrátt fyrir þennan afburða árangur í pípulögnum er hann ekki starfandi pípulagningamaður, hvað svo sem síðar kann að verða. Hann er flugmaður í fullu starfi, starfaði í sjúkrafluginu hjá Mýflugi en er nú flugstjóri í áætlunarflugi Norlandair. Sem sagt fljúgandi pípulagningamaður!“

Heimasíða Verkmenntaskólans

Mendelssohn á Akureyri

Sverrir Páll skrifar
12. júní 2025 | kl. 12:45

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00