Fara í efni
Sverrir Páll

Ræða um „Norðurslóðir í breyttum heimi“

Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar halda opinn fund á miðvikudag í næstu viku, 28. maí, um „Norðurslóðir í breyttum heimi og öryggismál í nýju alþjóðasamhengi“ eins og það er orðað í tilkynningu.

Þar segir: „Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum. Ríki sem þar eiga hagsmuna að gæta þurfa bæði að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við örum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi og samfélögum – og opnar skipaleiðir – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.“

Á fundinum verður sjónum beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpar ráðstefnuna.

  • Fundurinn, sem stendur frá kl. 15.00 til 17.00, fer fram í stofu M101 í Háskólanum á Akureyri og einnig verður hægt að taka þátt í gegn um streymi.

Eftirtalin halda erindi:

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra
  • Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri
  • Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst
  • Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri og við Ilisimatusarfik (Háskólann á Grænlandi)
  • Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME)
  • Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins

Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, flytur upphafsorð og dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, flytur lokaorð.

Fundarstjóri verður Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN).

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku að því er fram kemur í tilkynningu. Skráning er hér: https://forms.office.com/r/BmRWhb7BUr

Mendelssohn á Akureyri

Sverrir Páll skrifar
12. júní 2025 | kl. 12:45

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00