Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

„Mikill samhljómur“ og formlegar viðræður

Á kjördag! Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingu, Hlynur Jóhannsson, Miðflokki, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Framsóknarflokki og Heimir Örn Árnason, Sjálfstæðisflokki. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Fulltrúar flokkanna fjögurra sem hittust í kvöld til að kanna möguleika á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyri hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður; BDSM eins og hópurinn hefur verið kallaður eftir bókstöfum framboðanna! Þetta kemur fram í tilkynningu sem oddvitarnir sendu frá sér í kvöld.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks á Akureyri funduðu nú í kvöld. Á fundinum var rætt um áherslur allra og kom í ljós að mikill samhljómur væri meðal fundarmanna í öllum helstu málum. Voru aðilar því sammála um að ástæða væri til þess að hefja formlegar viðræður þar sem áhersla verður lögð á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál. Aðilar munu gefa sér góðan tíma til þess að vinna málefnasamning og skipta með sér verkum.

Heimir Örn Árnason
Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Hilda Jana Gísladóttir
Hlynur Jóhannsson“

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45