Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Margir kjósendur eru enn óákveðnir

Rúmlega 31% kjósenda á Akureyri eru enn óákveðnir hvaða framboð þeir hyggjast veita atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 14. maí næstkomandi skv. könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði 25. apríl til 2. maí.

Spurt var: Ef kosið yrði nú, hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?

Af þeim sem svöruðu voru rúmlega 30% ennþá óákveðin og 7,4% vildu ekki gefa upp sína afstöðu. Af þeim sem svöruðu ætla 16,7% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 14,9% Samfylkinguna og 14,6% L-listann.

Samkvæmt þessu fengju því þessir þrír flokkar tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn missti skv. því einn mann en Samfylkingin og L-listinn héldu sínu frá því fyrir fjórum árum.

Kattaframboðið og Flokkur fólksins næðu inn manni

Framsóknarflokkurinn mælist með 13% fylgi, Flokkur fólksins með 11,3%, Vinstri græn með 7,9%, Kattaframboðið með 7,8% og Miðflokkurinn með 7,4% og fá hvert um sig einn mann kjörinn. Framsóknarflokkurinn hefur nú tvo bæjarfulltrúa, Vinstri græn og Miðflokkurinn einn. Flokkur fólksins og Kattaframboðið yrðu þá nýliðar í bæjarstjórn.

Píratar mælast með 6,4% og ná ekki inn manni samkvæmt þessu.

„Vegna hás hlutfall óákveðinna geta þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum á kjördag. Alls svöruðu 398 spurningunni og af þeim voru 31,3% óákveðin, 7,4% vildu ekki svara og 1,1 % ætlar ekki að mæta á kjörstað,“ segir á vef RHA.

Fylgi framboðanna á Akureyri skv. könnun RHA.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45