Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Jana Salóme býður sig fram í oddvitasæti VG

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri, gefur kost á sér í efsta sæti lista VG á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí í vor.  Bæjarfulltrúi flokksins frá 2014, Sóley Björk Stefánsdóttir, gefur ekki kost á sér í oddvitasætið áfram.

„Jana er menntaður efnafræðingur, með gráðu í mannauðsstjórnun og hefur starfað sem hótelstjóri á sumrin, en vinnur nú á veitingastaðnum Berlín. Jana situr í Umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar og í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands. Auk þess situr hún í stjórn VG á Akureyri, er formaður stjórnar kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi og varaformaður Ungra vinstri grænna,“ segir í tilkynningu.

Jóna Salóme segir í tilkynningunni: „Akureyrarbær hefur allt sem til þarf til að vera leiðandi í umhverfismálum. Nauðsynlegt er að taka afgerandi afstöðu í loftslagsmálum, bæta aðstöðu fyrir aðra samgöngumáta en einkabílinn, fara í innleiðingu á nýju leiðarkerfi strætó og flýta framkvæmdum á samþykktu stígakerfi bæjarins. Loftgæði á Akureyri eiga aldrei að fara yfir heilsuverndarmörk, börn, aldraðir og lungnasjúklingar eiga ekki að þurfa að sleppa útiveru vegna slæmra loftgæða. Nauðsynlegt er að gætt sé að jafnræði barna í sveitarfélaginu og stefna þarf að gjaldfrjálsum skólamáltíðum og tekjutengingu leikskólagjalda. Einnig þarf að auka valfrelsi barna um hvers kyns mat þau borða í skólum og leikskólum og leggja þarf meiri áherslu á grænkerafæði. Einnig þarf að huga að framtíðarmönnun leikskóla sveitarfélagsins, svo fátt eitt sé nefnt.“

  • Sóley Björk Stefánsdóttir er eini bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hún hefur tilkynnt flokksfélögum sínum að hún gefi ekki kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins í vor.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45