Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Hildur sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokki

Hildur Brynjarsdóttir viðskiptafræðingur gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hildi. Prófkjörið fer fram 26. mars. 

Hildur, sem er þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum, hefur setið í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar frá því í febrúar 2021.  Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2009 og sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri 2014.

„Hildur hefur verið búsett á Akureyri frá árinu 2010. Hún er fædd 14. mars 1989 og uppalin í Mosfellsbæ. Unnusti hennar er Davíð Örn Oddsson, lánastjóri hjá Íslandsbanka, saman eiga þau tvær dætur,“ segir í tilkynningunni.

„Samfélagið okkar stendur á sterkum grunni en til framtíðar þarf að byggja á stöðugleika, stöðugleika í rekstri og stöðugleika í þjónustu. Grunnstoðir þarf að efla með markvissum aðgerðum til að laða að fleiri íbúa. Akureyri hefur alla burði til að vera framúrskarandi sveitarfélag og ég býð fram krafta mín til að láta það verða að veruleika,“ segir Hildur.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45